sunnudagur, 27. febrúar 2005

Löngum hef ég velt því fyrir mér hvort ég sé ekki jafn vinstri sinnaður og ég vil meina og þá hvort ekki sé til próf á netinu sem sýni í eitt skipti fyrir öll hvar ég er staðsettur á pólíska kortinu. Viti menn, ég fann þetta próf, tók það og fékk þetta úr því:


Ég og Gandhi erum mjög svipaðir, fyrir utan hárgreiðsluna. Smellið á myndina fyrir stærra eintak.


Samkvæmt þessu get ég haldið áfram að vera vinstri sinnaður með góðri samvisku ásamt því að vera frekar frjálshyggjumaður en valdasboðsstefnuskratti. Fyrir nákvæma þá má sjá þessa mynd fyrir nákvæma stöðu mína á kortinu. Mér fannst bara flottara að bera mig saman við litlu nöfnin í bransanum hér að ofan.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.