Í gær, rétt áður en ég sofnaði, lá ég í svartamyrkri og horfði á sjónvarpið. Sá ég þar tónlistarmyndband sem ég varð svo hugfanginn af að ég greip penna einhversstaðar í myrkrinu og hripaði niður nafnið á sveitinni og lagið, algjörlega blint. Þegar ég svo vaknaði í morgun sá ég hendina (sjá mynd að ofan). Getur einhver sagt mér hvað stendur og hvar ég geti reddað mér þessu lagi? Í verðlaun er ánægjan sem fylgir því að geta lesið skrift mína auk aðdáun allra þeirra sem skilja hana ekki.
Falleg og vel með farin hendi annars.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.