þriðjudagur, 1. febrúar 2005

Í gærkvöldi náði ég, alveg óvart, að missa niður um mig aðhnepptum gallabuxur, vídd 34, sem ég geng alla jafna í. Þá sté ég á vikt og hef ekki mælst jafnléttur í tvö ár þannig að hafið er átak í að þyngja mig enn eina ferðina. Ég hef því keypt mér blandara, skyr.is, ís og eitthvað próteinríkt sull til að troða í mig með núðlunum ásamt því að draga úr heróínneyslunni. Þegar ég er svo kominn í, að ég vona, eðlilega þyngd mun ég hefja lyftingar en þá verð ég líka kominn í sólina á Egilsstöðum í vinnu á skattstofunni.

Þangað til þá, afsakið hvað ég er mjór. Eftir það hinsvegar þá skulið passa ykkur á jötninum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.