Þá er komið að hinu sívinsæla vísindahorni veftímaritsins.
Oft hefur verið talað um að fólk sem kemst í herbergi fullt af hlutum sem það elskar að það sé eins og barn í nammibúð eða kid in a candystore eins og það kallast á frummálinu.
Nýlega fór ég í konfektbúðina í kringlunni og þar var ég heldur betur kátur enda lifi ég nánast á nammi. Allavega, ég fór að hugsa um þessa samlíkingu og fékk þessa formúlu út:
X + Y = F + Y
Þar sem:
X = Barn
Y = Nammibúð
F = Finnur.tk
+ = í
Í ljósi þess að Y er hið sama báðum megin við samasemmerkið má skrifa þetta svona líka:
X = F
Tvær ályktanir koma hér út en aðeins önnur er gild. Annars vegar "barn er Finnur.tk" sem stenst engan veginn og hinsvegar "Finnur.tk er barn" sem hlýtur að vera rétt útkoma.
Auðvitað varð ég brjálaður eftir þessa útreikninga og stappaði niður fætinum.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.