Í gær var furðudagur í kringlunni. Þar sá ég m.a.:
* Tvo austurlandabúa í fullum skrúða. Hef bara séð svoleiðis í sjónvarpinu hingað til.
* Á að giska 18-19 ára stelpu sem var lágmark 190 cm á hæð og samt gella.
* Sveitalúða með býsna mikla og glæsilega afró hárgreiðslu í rollugráa hárlitnum.
* Tvo liðsmenn hljómsveitarinnar Hjálmar.
* Kynningarmanneskju í bónus sem starði á mig eins og ég væri skrítnari en ég er.
* Spegilmynd mína.
Auk þess sem enga venjulega húfu er að finna í allri Kringlunni undir 2.500 krónum. Mjög súrrealísk kringluferð.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.