föstudagur, 11. febrúar 2005

Ég hef komist að því, eftir ítrekaðar rannsóknir á efninu, að ekkert pirrar mig jafn mikið og þegar matarleifar festast í tönnunum á mér og ég næ ekki að losa þær með tungunni. Að sama skapi færir ekkert mér meiri hamingju og þegar ég næ að losa mjög kirfilega fastar matarleifar.

Þannig að ef ég lamast fyrir neðan háls þarf það ekki endilega að skerða möguleika minn á fullkominni hamingju.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.