föstudagur, 4. febrúar 2005

Í gær hlakkaði heldur betur í mér þegar ég greiddi upp síðustu visaafborgunina af þessari forkunnarfögru tölvu því ég leit svo á að ég ætti hana loksins. Það er þó alrangt því Landsbankinn á Egilsstöðum á hana þar sem ég er með allt saman á yfirdrætti. Í maí mun svo LÍN eignast þessa tölvu þegar ég fæ námslánin greidd, vonandi. Ég mun því ekki eignast þessa bölvuðu tölvu fyrr en í fyrsta lagi 2008 eða 2009 þegar ég byrja að greiða af námslánunum. Þá verður hún að sjálfsögðu orðin úrelt og allir bendandi og hlæjandi að mér fyrir að vera með tölvu frá 2003.

Sömu sögu er að segja um samlokuna sem ég var að kaupa mér á visakortið.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.