miðvikudagur, 2. febrúar 2005

Ég hef uppfært hlekkjalistann og bið ykkur vinsamlegast um að láta mig vita héreftir ef þið breytið urlinu að heimasíðum ykkar, nú eða ef þið byrjið að blogga.

Ennfremur gef ég ykkur þeim, sem ekkert hafa bloggað í mánuð, 48 klukkustunda frest til að skrá færslu ellegar verða að öðrum kosti eytt af hlekkjalistanum þar sem aðeins virkustu bloggarar fá að sitja hér í hlekkjalistanum.

Ég bið ykkur hin sem eruð með hlekk frá mér og hafið ekki launað greiðann hingað til, vinsamlegast að gera það núna eða næstu fimm daga. Sé þessu ekki framfylgt mun ég ekki einungis eyða hlekknum á viðkomandi heldur einnig gera innrás á hann, yfirtaka síðuna og allar auðlindir sem henni fylgja.

Þessi færsla markar tímamót því aldrei nokkurntíman áður, hvergi nokkursstaðar, hefur hernaðarstefnu verið beitt í bloggmálum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.