miðvikudagur, 2. febrúar 2005

Í dag er hinn alþjóðlegi hlekkjadagur og veftímaritið vill ekki vera ómerkara en aðrar síður þannig að hér eru hlekkir dagsins:

Ásta Kristín fær hlekk fyrir að hlekkja á mig margfalt. Mjög skemmtilegt blogg þarna á ferðinni hjá fyndinni stelpu sem er vel málum farin.

Þessi síða sýnir ykkur hvernig það er að búa inni í tölvunni ykkar þegar þið skoðið þessa siðu.

Helgi bróðir kemur hér með mjög athyglisverða kenningu varðandi jarðskjálftan sem var á austurlandi í vikunni.

Þessi ræma fékk mig til að brosa út í annað og langa til að skoða þessar ræmur allar.

Gsmbloggið mitt heldur áfram að ganga. Mæli með því að þið setjið það í uppáhaldssíðurnar ykkar þar sem ég hyggst bæta við nýrri mynd daglega.

Guggur er að gera stórgóða hluti í Miami og það er mjög gaman að lesa um bandaríska háskólamenningu á síðunni hans.

Fleira var það ekki að sinni. Veriði sæl.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.