fimmtudagur, 3. febrúar 2005



Það eina sem komst nálægt því að vera áhugavert í Flugmanninum


Fyrir rúmri viku fór ég í háskólabíó með Garðari og Bergvini. Tilgangurinn var að skemmta sér yfir bíómynd með popp og kók við hönd. Ferðin var 67% vel heppnuð, þeas við fengum okkur popp og kók.
Bíómyndin sem varð fyrir valinu heitir the aviator. Þar leikur Leonardo Dicaprio einhvern glataðasta viðskiptamann allra tíma, Howard Hughes, sem reynt er að upphefja en án árangurs. Til að tryggja óskarinn fyrir Dicaprio var smá geðsýki bætt við karakterinn og myndin þar af leiðandi orðin fullkomlega ömurleg. Allavega, þessi mynd fjallar um slæmar viðskiptaákvarðanir, gervilega geðsýki Hughes og flugvélahönnun. Hún er algjörlega fullkomlega óáhugaverð á allan hátt og þar að auki þrír tímar. Ömurleg mynd fyrir artí fartí viðbjóði sem hafa gaman af því að sjá myndir bara af því þær eru vel leiknar.

0 stjarna af fjórum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.