miðvikudagur, 23. febrúar 2005

Í kvöld mættum við fjórir á körfuboltaæfingu sem er grátleg aukning um 33% frá því síðast. Við gerðum þó gott úr og bættum þess í stað stigametið, sem seint verður slegið. Ég til dæmis skoraði hvorki fleiri né færri en tvær milljónir stiga eftir að við breyttum reglunum í 500.000 stig fyrir hverja körfu og skemmtum okkur því 500.000 sinnum betur en venjulega. Hörkuskemmtileg æfing þó að körfuboltahópurinn sé að þynnast út í nýpabba, vinnusjúklinga, heimsferðalanga og letingja.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.