Á laugardagskvöldið sá ég rómantísku dramamyndina Hulk á stöð 2, eitthvað sem ég legg alla jafna ekki í vana minn, heldur er að skemmta mér á fullu niðri í bæ, ef einhver trúir því. Allavega, myndin er það dauf og leiðinleg að ég nenni ekki að setja upp mynd úr henni hér að ofan.
Hún fjallar um vísindamann sem verður fyrir einhverskonar geislun sem ungabarn og enn meiri geislun þegar hann verður eldri. Þetta veldur mikilli reiði hjá honum og þá verður hann grænn, sem er slæmt.
Fullt af misgóðum frægum leikurum eru þarna en það bætir ekki upp fyrir alltof drungalegt yfirbragð og skort á kynlífssenum. Það eina mjög góða við þessa mynd er tónlistin en hún er býsna óþægileg, sem er gott við svona slæma mynd. Reyndar eru tæknibrellurnar líkar góðar.
Eitt enn; mig minnti alltaf að Hulk væri ofurhetja og sífellt bjargandi fólki. Í þessari mynd er hann bara bandbrálaður af reiði og bjargar ekki nokkrum manni. Úbs, sagði frá endinum.
Ein stjarna af fjórum. Hækka um hálfa stjörnu þar sem ég var að jafna mig af ælupest sem gæti hafa skemmt upplifunina.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.