Dugnaður minn á sér engin takmörk. Ekki nóg með að hafa verið að mestu búinn með verkefni rúmri viku fyrir skil í síðustu viku og lenda svo í ælupest og geta ekki klárað, heldur er ég núna búinn að ljúka öðru skilaverkefni góðum sólarhringi fyrir skil. Ástæðan er, ótrúlegt nokk, sjúklegt óskipulag þar sem ég hélt að það ætti að skila því eftir ca 15 mínútur.
Stundum borgar sig að vera óskipulagður. Nú get ég notað þennan sólarhring í eitthvað skynsamlegra en að læra, eins og að finna strætóbílstjórann sem ók á fullu í poll fyrir framan mig í gær og míga framan í hann. En það er önnur og leiðinlegri saga.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.