Incredible fjölskyldan
Fyrir rúmri viku síðan sá ég myndina The Incredibles með Garðari og Bergvini í Háskólabíói. Myndin er þrívíddarteiknimynd frá Pixar sem fjallar um fjölskyldu þar sem allir aðilar búa yfir ofurhæfileikum á tímum þegar ofurhetjur eru bannaðar vegna þess hversu sjúkir bandaríkjamenn eru í að kæra alla, þó sérstaklega bjargvætti sína enda um siðlaust pakk að ræða.
Allavega, myndin er stórkostleg skemmtun bæði fyrir auga og heila, sérstaklega þar sem augun eru hluti af heilanum.
Þrjár og hálfa stjörnu af fjórum.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.