sunnudagur, 16. janúar 2005

Í gærkvöldi var söfnun á stöð 2, rúv og skjá einum fyrir uppbyggingu eftir Tsunami flóðbylgjuna í asíu á annan í jólum. Mjög falleg hugsun og ótrúlegt hvað allur heimurinn er snöggur að bregðast við þessum hörmungum.

Hér kemur getraun dagsins: Hver er munurinn á Tsunami fljóðbylgjunni og áras bandaríkjamanna, breta, tveggja íslendinga og annara vitleysinga á Írak?

Svar: Tsunami olli ca 150.000 dauðsföllum óbreyttra borgara. Íraksstríðið hafði valdið, í október síðastliðnum, um 100.000 dauðsföllum óbreyttra borgara. Þá eru ótaldir hermenn Íraka og hryðjuverkamenn bandaríkjamanna fyrir utan auðvitað þau fórnarlömb sem bætast við daglega.

Samt eru allir að grenja yfir flóðbylgjunni og enginn safnar peningum fyrir Íraka.

Ekki misskilja mig; flóðbylgjan var hræðilegur atburður og ekkert hægt að gera til að koma í veg fyrir hana. Íraksstríðið er þó hræðilegra af því það hefði verði hægt að koma í veg fyrir það.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.