Þessi dagur byrjar ekki vel. Fyrst ber að nefna þetta samtal í bónus eftir að falleg stúlka var rétt búin að ganga á mig:
Ég: Hvað ertu að gera??
Stúlka: Fyrirgefðu, ég er bara að skoða nammið.
Ég: Ertu að kalla mig nammi?
Ég lét mig hverfa eftir að ég áttaði mig á því að ég var í nammideildinni.
Næst ber að nefna að ég missti disk í mötuneytinu svo diskurinn sprakk í tætlur og afgangssósan fór út um allt við mikla hrifningu geðsjúku afgreiðslukonunnar sem er alltaf á túr.
Og nú var ég að uppgötva, mér til skelfingar, að tyggjóið sem ég tók úr mér í miðri kennslustund í morgun og geymdi, gróflega áætlað, í örskamma stund á tölvunni hefur klemmst þegar ég lokaði fartölvunni eftir tímann.
Allavega, körfuboltaæfing í kvöld þar sem ég mun eflaust nefbrjóta mig.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.