föstudagur, 14. janúar 2005

Í gær barst mér símtal frá hinu merka blaði Austurglugganum þar sem ég var beðinn um að rita pistla fyrir blaðið einu sinni í mánuði. Ég yrði þá í fríðu föruneyti Estherar og Björgvins bróðir svo einhverjir séu nefndir. Það fyrsta sem flaug í gegnum hausinn á mér var hvort ég hefði getu til þess þar sem hver pistill á að vera 500 orð og hver færsla hér oftast einkahúmor. Svo fór ég að hugsa:

Skrifuð orð á þessu bloggi: 151.891
Skrifuð orð á ári að meðaltali: 67.571
Skrifuð orð á mánuði að meðaltali: 5.626
Skrifuð orð á viku að meðaltali: 1.298
Skrifuð orð á dag að meðaltali: 185
Skrifuð orð í hverri færslu að meðaltali: 68
Skrifuð orð í þessari færslu: 164

Þetta gaf til kynna að ég væri að skrifa andvirði 2,70 daga af bloggfærslum til Austurgluggans á mánuði og þar sem ég skrifa að meðaltali 2,71 færslu á dag væru þetta 7,317 færslur í einum pistli.

Þannig að ég sagði kannski.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.