Hér er ábending til allra bílstjóra í Reykjavík. Ekki aka á gangstéttunum Reykjavíkur í dag, þær eru stórkostlega hálar eins og ég fékk að kynnast í morgun við að ganga í skólann á rúmlega 35% meiri tíma en venjulega. Hér er, að því er virðist, notast við Fellbæska stjórnunarháttinn "það liggur ekkert á að bera sand á gangstéttir" sem allir elska. Fellabær reyndar ryður heldur ekki götur fyrr en fer að vora þannig að Reykjavík stendur sig betur hvað það varðar.
En hafið ekki áhyggjur af mér. Ég hef þróað með mér góða aðferð til að fljúga ekki á hausinn. Felur hún í sér að leggjast niður á hálustu köflunum og rúlla mér yfir þá.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.