Þá er komið að hinu dásamlega uppfyllingarefni "ég mæli með" færslunni sem allir elska.
Fyrst á dagskrá er BMX leikurinn ógurlegi sem olli því að meðaleinkunn mín féll um tugi prósenta á milli ára. Gefum honum gott klapp.
Doktor Siggi er merkilegur maður. Merkilegur af því hann er sérlega fyndinn og maður af því hann er kominn á og jafnvel yfir kynþroskaaldurinn. Ég mæli með lestri þessarar síðu.
Síðast og mjög síst þá mæli ég með þessari færslu og því lagi sem fylgir henni. Lagið er grátlega grípandi enda eftir karlkyns útgáfuna af Björk; Svein Elmar Magnússon, rafvirkja og athafnamann.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.