mánudagur, 10. janúar 2005

Skólinn er byrjaður og ég að rifna úr stuði þrátt fyrir aðeins um tveggja tíma svefn í nótt. Ástæðan fyrir svefnleysinu var ekki kynlífsmaraþon eins og lesendur hugsa eflaust og ekki heldur amfetamínneysla heldur einfaldlega þreytuleysi. Ég nýtti þó tímann vel, lá í myrkrinu og horfði upp í loftið, hugsandi um horfna daga.

Allavega, aðgerðagreining er held ég uppáhaldsfagið mitt frá upphafi þangað til annað kemur í ljós. Fagið mun vonandi hjálpa mér í framtíðinni við að gera betri bloggfærslur.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.