Eftir átta mánaða lægð í veikindamálum hefur mér loksins tekist að næla mér í kvef. Það er af sem áður var þegar ég veiktist ca tvisvar í mánuði af kvefi. En það er sama hversu vanur ég er að vera kvefaður, aldrei er það mjög gaman og ég til í að fórna nánast hverju sem er til að sleppa við það. Í þetta skiptið fórna ég ca 1.000 krónum og möguleikanum á því að kyngeta mín skerðist auk þess sem ég gæti fengið útbrot með því að versla mér Sólhatt, gamalt indjánalyf sem enginn hefur sannað að virki.
Svona getur maður verið örvæntingafullur.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.