Ef einhver hefur séð Simpsonþátt gærkvöldsins sem sýndur var á stöð 2 þá er sá hinn sami sennilega enn með hjartslátt yfir einni setningunni sem Carl Carlson lét út úr sér þegar ljósastaurar Springfield voru stilltir á of mikinn styrkleika þannig að það var of bjart um hánótt. Hann sagði "This reminds of my Icelandic childhood" sem er lauslega þýtt "Þetta minnir mig á mína stórkostlegu Íslensku æsku".
Hvað höfundum þáttarins stóð til með þessu er mér hulin ráðgáta þar sem sárafáir vita af björtu nóttum Íslands. Allavega, ég gleypti næstum því tunguna af mér við að heyra þetta og hafði gaman af.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.