mánudagur, 18. október 2004

Áætlun um 20 tíma svefn stóðst ekki. Ég nota því tækifærið og geri ekkert til að vinna upp ekkertið sem ég hef sleppt að gera síðustu daga vegna lærdóms.

Þessa stundina er stórmyndin The Hours á stöð 2. Ég nenni ekki að fylgjast með henni en ég tek samt eftir því að Nicole Kidman er einstaklega ófríð í henni. Henni hefur einhvernveginn tekist að grenna sig alla nema nefið á sér, allt til þess gert að láta nefið sýnast risavaxið eins og sést hér. Ótrúlegt hvað leikarar leggja á sig. Þetta eru hetjur.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.