laugardagur, 30. október 2004

Í gærkvöldi sannaðist í eitt skipti fyrir öll að ég er góðhjartaðasti maður í heimi. Á hurðina mína bankaði piltungur aðframkominn af áfengisleysi og spurði hvort ég ætti eitthvað til að selja sér. Sagðist hann eiga heilar 400 krónur og sagði ég honum að taka allt áfengið mitt, að verðmæti um kr. 2.200, gegn því að borga það einhverntíman.

Það er gott að styrkja verðugt málefni og ég efast ekki um að þegar þessi vodkadrekkandi náungi verður orðinn forseti sameinuðu þjóðanna mun hann endurgjalda mér greiðann með vöxtum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.