Ég hef tekið mína fyrstu skyndiákvörðun um ævina og til að gera allt endanlega vitlaust tók ég aðra í kjölfarið. Um klukkan 13:00 að staðartíma ákvað ég að fara í klippingu undir eins án þess að vera búinn að hugsa nánar út í það. Ég fékk reyndar ekki tíma fyrr en seinna í dag en það er geðsjúkur hugurinn sem gildir.
Síðari skyndiákvörðun mín var sú að hlusta á nýja diskinn með Nick Cave, rétt si svona eins og ekkert væri sjálfsagðara. Diskurinn er með þeim betri. Kaupið hann hér eða hér.
Svo er bara að bíða og sjá hvort svona fljótfærni borgi sig til lengri tíma litið.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.