fimmtudagur, 21. október 2004

Ef einhver sem er skráður í vísindaferð morgundagsins les þetta; vinsamlegast afskráðu þig svo ég komist með þar sem ég er númer sjö á biðlista. Áhuginn hjá mér á þessari vísindaferð virðist hafa stóraukist þegar kom í ljós að uppselt var í hana. Merkilegt hvað ég vil alltaf hluti sem ég get ómögulega fengið.

Undantekning varð þó á þessari reglu minni í gærkvöldi þegar ég fjárfesti í þessum MP3 spilara á ebay. Ég hélt ég væri að sleppa vel með því að versla hann á rúmlega sjö pund (um þúsund krónur) en í ljós kom, um leið og ég hafði unnið, að það kostar 22 pund (um 3000 krónur) að fá þetta sent. Ekkert er svo með öllu gott að ei boði illt.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.