föstudagur, 22. október 2004

Í nótt bætti ég Evrópumetið í að vakna oft áður en ég ætlaði mér, orsakað af stressi yfir því að vera að sofa yfir mig. Alls vaknaði ég um 15 sinnum, fyrst eftir rúman klukkutímasvefn þegar ég stökk á fætur og byrjaði að klæða mig í, skiljandi ekkert í því af hverju vekjarinn hringdi ekki.

Í dag er ég svo á mörkum þess að bæta Evrópumetið í þreytu þar sem komandi stjórnunartími mun gera útslagið.

Ég er þá amk bestur í Evrópu í einhverju.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.