fimmtudagur, 21. október 2004

Kæruleysi mitt náði hámarki í gær þegar ég ákvað að mæta ekkert í skólann en þess í stað sofa út, versla inn og heimsækja ömmu mína. Þetta markar tímamót því þetta er í fyrsta sinn frá upphafi sem ég mæti ekkert í skólann á virkum degi. Þegar þessar fréttir bárust nemendum skólans varð uppi fótur og fit, fólk fór á taugum og sumir misstu stjórn á sér. Í dag eru sjö manns taldir af og fimm er enn saknað en hey, ég náði að hvíla mig.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.