miðvikudagur, 29. september 2004

Við nánari skoðun á núðluumbúðum kom í ljós að núðlur, mín helsta uppistaða, eru um 20% fita eða 20 grömm í hverjum pakka. Þetta segir mér að ég hef látið í mig um 15 kíló af fitu síðasta mánuðinn, bara í gegnum núðluneyslu.
Einnig segir þetta mér að ég hafi brennt um 15 kílóum af fitu á því að sitja, læra, horfa á sjónvarp og fara í sturtu.

Þrátt fyrir þetta fitumagn núðlanna mæli ég með þessari fæðu. Hún er hræódýr ef verslað er í bónus og margborgar sig þó svo að hver núðlumáltíð stytti líf þitt um rúmlega hálftíma, sem leiðir af sér að ég muni deyja eftir ca þrjú korter.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.