Í fyrra var hlegið mikið að mér þegar ég vissi illa(/alls ekki) hvernig stöðumælar virka. Meira var hlegið þegar ég sagðist vera frá Egilsstöðum og enn meira þegar ég sagði að engir stöðumælar væru þar. Reykvíkingarnir voru semsagt að hlæja að því að ég væri frá litlum og friðsælum bæ þar sem veðrið er án efa best á landinu auk þess af því ég kunni illa á tól hvers verk er að rukka fólk um að leggja bílnum sínum(!). Hversu illa þarf að vera komið fyrir samfélaginu þegar stöðumælar eru taldir eðlilegir? Ég mun aldrei borga fyrir að leggja bílnum mínum neinsstaðar, nema kannski um borð í ferju sem er reyndar ólíklegt þar sem í útlöndum er þetta brenglaða stölumælaviðhorf í hávegum haft.
Það var reyndar hlegið mest þegar ég sagði engin umferðarljós vera á Egilsstöðum. Ég kýs að tala ekki um umferðarljós að svo stöddu þar sem blóðþrýstingurinn hækkar grunsamlega mikið við að hugsa um þau.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.