miðvikudagur, 29. september 2004



Anchorman / Ísl: Akkerismaður


Fyrir rúmri viku sá ég erótísku spennugamanmyndina Anchorman í bíó í fríðu föruneyti Óla og frú en myndin skartar Will Ferrell í aðalhlutverki. Hann skrifar einnig handritið og kemur engum á óvart þar sem söguþráðurinn er bjánalegur, á góðan hátt.
Myndin fjallar um fréttaþul á áttunda áratugi síðustu aldar sem er, eins og allir karlmenn, gegn uppgangi kvenna í karlmannsstarfsgreinum. Þegar kona kemur svo til starfa á fréttastofunni ákveða karlmenn stofnunarinnar (semsagt allir) að koma henni frá.
Það er eitthvað við Will Ferrell sem fær mig til að hlægja óþolandi mikið, jafnvel þó að handritið sé vonlaust eða söguþráðurinn oft gjörsamlega út í hött. Ég mæli því með því að fólk sjái þessa mynd, þrátt fyrir oft slæman leik, verra handrit og stundum friendshúmor (sem er lægsta plan húmors).
Tvær og hálf stjarna af fjórum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.