Um það leiti sem Polly kom meðfram.
Á föstudagskvöldið sá ég myndina Along came Polly eða Meðfram kom Polly eins og það yfirfærist.
Myndin fjallar um ótrúlegan töffara sem verður hrifinn af stelpu sem er áhættufíkill eftir að hafa verið svikinn af eiginkonu sinni í brúðarferðinni, enda um bölvaða druslu að ræða.
Í aðalhlutverkum eru Ben Stiller og Jennifer Aniston. Þau eru bæði þekkt fyrir að vera með nákvæmlega sömu taktana í öllum sínum myndum. Í Stillers tilfelli er það í lagi þar sem hann er skondinn en það verður dulítið þreytandi til lengdar með Aniston.
Allavega, nokkuð fyndin mynd, tvífari minn að sumu leiti sem aðalkarakter og rassinn á Jennifer Aniston í einni senu flengdur í nærmynd. Er hægt að biðja um meira? Já, ca 2 stjörnur í viðbót.
Tvær stjörnur af fjórum.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.