mánudagur, 20. september 2004Jólaleikur veftímaritsins er hafinn!


Í hagnýtri tölfræði, áfanga sem ég tek á þessari önn, er fólk að býsnast yfir því að finna ekki hrópmerkt takkann (!) á Casio fx-9750G plus vasareikninum sínum en hann margfaldar töluna sem sett er fyrir framan hrópmerkinguna með sjálfri sér og öllum þeim tölum sem eru lægri en hún. Dæmi: 5! = 5*4*3*2*1 = 120.

Allavega, eftir að hafa vafrað um í vasareikninum í dágóða stund í dag fann ég þessa skipun grafna djúpt í iðrum minnisins. Nú vil ég gjarnan miðla þessum upplýsingum til samnemenda minna en um leið ekki koma upp um mig sem vasareikniskoðandi nörd. Hérmeð hefst því jólaleikur veftímaritsins en hann er tvískiptur. Annarsvegar að hanna búning fyrir mig (og senda inn þrjár nákvæmlega eins flíkur) og hinsvegar að finna flott nafn á mitt annað sjálf sem mun svífa um ganga HR, hjálpandi fólki við að finna hrópmerkingu á Casio fx-9750G plus vasareikninum sínum og stelpum að fara af msn með því einu að heilsa þeim.

Í verðlaun er ekkert að þessu sinni. Allir að taka þátt! Það er til einskis að vinna.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.