sunnudagur, 19. september 2004

Þá er komið að kennslustund í mannasiðum fyrir Reykvíkinga númer tvö; Hvernig á að biðjast afsökunar.

Einn er sá siður sem mannasiðað fólk hefur tamið sér frá því að við fluttum úr trjánum yfir í torfkofana er að biðjast afsökunar eða fyrirgefningar ef við gerum öðrum eitthvað, hversu smátt sem það er. Með setningunni "fyrirgefðu" eða "afsakaðu" sem beint er að viðkomandi fórnarlambi er gerandi að biðjast velvirðingar á þeirri aðgerð sem átti sér nýlega stað og þannig óbeint að segjast sjá eftir því enda um slys að ræða yfirleitt. Tökum sannsögulegt dæmi:

Einstaklega fallegur maður að austan situr með fartölvuna sína í kennslustund og fylgist ákaft með ásamt því að fylgjast með glærunum á tölvuskjánum sínum. Reykvísk stelpa fyrir framan hann teygir vel úr sér og rekur sig í tölvuna svo hún hálf lokast. Hún lítur til baka, fnussar og snýr sér aftur að leggja kapal í sinni tölvu. Þarna var skaðinn ekki mikill fyrir einstaklega fallega manninn að austan en til að vita að gerandinn sé ekki úrþvætti og dópisti hefði verið betra fyrir hann að fá afsökunarbeiðni á borð við "æ fyrirgefðu" eða jafnvel bara "sorrí". Engin kom þó afsökunarbeiðnin. Lagaði því einstaklega fallegi maðurinn að austan tölvuna og hélt áfram að hlusta á kennarann, með tárin í augunum.

Þá verður ekki fleira í þættinum að sinni. Veriði sæl.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.