Í tölfræðidæmatíma í morgun áttaði ég mig á því að dæmatímakennslukonur eru nánast undantekningalaust heitar gellur. Í kjölfarið fór ég að velta því fyrir mér hverjar líkurnar á þessu væru og hvort þetta væri tilviljun, þeas hvort þetta sé viljandi gert til þess að halda karlkyns nemendum við efnið en við erum einmitt þekktir fyrir að þjást af athyglisbresti. Í þessari færslu ætla ég að komast til botns í þessu máli.
Fyrst skal taka saman líkur:
* 50% líkur eru á að dæmatímakennarinn sé kvenkyn.
* 90% allra dæmatímakennslukvenna við HR eru fyrrverandi eða núverandi HRingar.
* 90% allra kvenkyns HRinga eru heitar.
* 95% allra kvenkyns HRinga eru gellur.
* Aðeins 50% utanaðkomandi dæmatímakennslukonur eru heitar og gellur.
Þannig fáum við:
= 0,5((0,1*0,5) + (0,9*0,95*0,9)) = 0,40975
Það eru því 40,975% líkur á því að um heita gellu sé að ræða sem kennara þegar ég geng inn í dæmatíma. 81,95% líkur eru hinsvegar á því að kennarinn sé heit gella ef hann er kona.
Ennfremur má leiða líkur að því að þetta svínvirki hjá skólayfirvöldum þar sem tölfræðidæmakennslukonan er heit gella og ég virðist hafa náð að reikna þessar líkur enda fylgist blýsperrtur með í dæmatímum.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.