mánudagur, 13. september 2004

Í gær var mér bent á að aðalkarlkarakterinn í myndinni Along came polly væri alveg eins og ég. Þó ekki líkamlega. Ég kom ofan af fjöllum þar sem ég hef ekki séð myndina, veit ekkert um hana og hef lítinn tíma aflögu til að sjá hana á næstunni.
Ég tek því áhættu og bendi fólki sem ekki þekkir mig persónulega að sjá þessa mynd.

Þetta er þá í annað sinn sem ég tek áhættu síðasta sólarhringinn en í gærkvöldi ákvað ég að raka mig ekki, hættandi á að mér yrði varpað úr skólanum fyrir að vera ekki nógu flottur á því.

Ég vona að þessi nýuppgötvaða áhættusýki mín muni ekki ganga af mér dauðum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.