Til sölu
Hjá undirrituðum er nú til sölu full og óopnuð 1,5 lítra léttmjólk. Fernan selst ódýrt þar sem hún rann út í gær og ég get ómögulega drukkið útrunna mjólk. Þið áhættufíklar, hér er ykkar tækifæri.
Á sama stað fæst botnfylli af jarðarberjadrykkjarjógúrti sem ég náði ekki að klára í síðustu viku og penni af gerðinni Pentel Handwriter (rauður) sem skrifar ekki lengur.
Svona færslur gerast þegar maður er sjúklega peningalaus og bjartsýnn.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.