miðvikudagur, 15. september 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það er ekki oft sem ég dett í lukkupottinn en núna er ég að verða fyrir gríðarlegu magni af heppni. Klukkan er orðin alltof margt og ég ætti að vera löngu farinn að sofa. Ef myndin Matrix væri í sjónvarpinu núna gæti ég ómögulega sofnað fyrr en hún væri búin, en ég er einmitt svo heppinn að hún er ekki á dagskrá í kvöld heldur var á dagskrá á laugardaginn síðasta á rúv. Ég get því farið að sofa núna með góðri samvisku en ekki eftir næstum tvo tíma. Ég er hættur að kvarta yfir óheppni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.