þriðjudagur, 7. september 2004

Til gamans, þar sem ég er að flýta mér og hef ekki tíma til að hugsa um eitthvað áhugavert til að skrifa, ætla ég að sýna hvernig morgunáætlanir síðustu viku hafa farið gjörsamlega úr böndunum.

Alla morgna hef ég ætlað að...

* ...vakna eldsnemma.
* ...teygja vel úr mér og horfa á morgunsjónvarpið.
* ...velja vandlega föt fyrir daginn.
* ...tannbursta mig vel og lengi.
* ...segja "Finnur, þú ert draumur!" tíu sinnum í spegilinn.
* ...borða hollan og góðan morgunmat sem endist mér fram á hádegi.
* ...rölta sallarólegur (eða valhoppa) á hlemm og taka strætó í skólann.
* ...gleyma engu.

Það sem ég hef hinsvegar gert alla morgna síðastliðna viku er að...

* ...sofa yfir mig.
* ...stökkva í það næsta sem ég sé.
* ...borða tannkremið sem skolast niður í tannburstun í morgunmat.
* ...hlaupa öskrandi í skólann í þeirri von að ég missi ekki af neinu.
* ...gleymi alltaf einhverju heima; skólabók(inni), peningum, aðgangskorti eða öðru.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.