þriðjudagur, 7. september 2004

Í morgun gekk ég 25 mínútna leið í skólann í beljandi rigningu eftir að hafa bætt met mitt í að sofa oft í röð yfir mig eða alls 5 sinnum. Í öll skiptin missti ég af strætó. Ég missi þó aldrei af tímum af því ég geng hratt og örugglega. Slík var bleytan að fólk starði á mig þegar ég mætti loksins í skólann gegnvotur, sumir meira að segja báru pípuhattana að vitum sér við að sjá mig. Ég þurfti að fara úr ysta bolnum þar sem hann var gegnsósa, vinda á mér hárið og skónna mína.

Meira um þessa göngu mína í kvöldfréttum stöðvar tvö og BBC.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.