Nöldurhorn Veftímaritsins:
* Ætli það sé tilviljun að 11-11 verslanirnar séu með 111,1% álagningu á vörunum sínum? Einhver ástæða hlýtur allavega að vera fyrir nafninu þar sem opið er ýmist allan sólarhringinn eða frá 9-23.
* Nýja útlitið á mbl.is er ömurlegt. Af hverju þarf fólk alltaf að vera breytandi einhverju sem er í fínu lagi fyrir? Breytingar eru ömurlegar og fólk er fífl!
* Vill einhver fara að tala í gemsa upp við bringuna á þessum manni? Þvílíkur hræðsluáróður. Þvílík fasistastjórn.
* Aðstaðan í Háskóla Reykjavíkur er orðin að brandara. Þessa önnina eru allir mínir tímar í stofu 101, sem tekur 100 manns. Alls eru 90 manns í bekknum og því gríðarlega þröngt í herberginu og loftlaust. Ekki er hægt að fara út nema allir í sömu röð standi upp fyrir manni og að mæta of seint er ekki valmöguleiki. Hitinn í herberginu nær oftar en ekki 50 gráðum þar sem einn lítill gluggi er á því.
Ef maður ætlar að fá sér að borða er það gríðarlega erfitt þar sem alltof margir nemendur eru í skólanum og yfirleitt full í mötuneytinu. Þá gæti manni dottið í hug að læra aðeins en það er hægara sagt en gert. Allar stofur sem rúma fleiri en 5 eru notaðar í kennslu fyrir utan þriðju hæð þar sem núna eru þrjár stofur til að læra í, sem tölvufræðinördarnir eru búnir að yfirtaka með sínum brjálæðislega hávaða.
En þetta er allt í lagi því skólagjöldin hækkuðu aðeins um 9.000 krónur á önn í haust, gerandi þau að 99.000 krónum á hvora önn eða alls 198.000 krónur á ári bara fyrir að fá að notast við þessa stórkostlegu aðstöðu. Glæpamennirnir leynast víða.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.