Mér var að detta í hug heimsins besta viðskiptahugmynd. Í ljósi þess að mikið heilsuátak skekur heimsbyggðina hef ákveðið að framleiða heilsusúkkulaði. Það bragðast alveg eins og venjulegt suðusúkkulaði, inniheldur nákvæmlega það sama og suðusúkkulaði en inniheldur aðeins um hálfa kalóríu stykkið. Ársframleiðslan er ennfremur tilbúin en núna vantar aðeins umbúðir og gott slagorð fyrir þetta heilsusúkkulaðistykki sem mun bera nafnið "Neighbours".
Hér er mynd af ársframleiðslunni, rétt rúmum 500.000 stykkjum, í raunstærð án umbúða.
Ég mun svo selja öll stykkin á 99 krónur og þannig hagnast um 49,5 milljónir á næstunni. Öll mín vandræði eru úr sögunni.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.