þriðjudagur, 21. september 2004

Heiðdís Sóllilja var að koma aftur úr sumarfríinu með glænýja bloggsíðu, blindfull og full af sögum úr sumarfríinu. Með þessari breytingu sinni stefnir hún á að ná markaðsráðandi stöðu í bloggheimum en við vitum betur.

Það verður heiður að mylja hana mélinu smærra, blogglega séð, rétt eins og ég gerði við Bylgju Borgþórs sælla minninga en hún hætti nýlega allri bloggun.

Stefna mín er tekin á að rúlla þessum bloggara upp, eins og áður segir, og ná þannig einokun í bloggmálum Íslendinga.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.