Þá er komið að tölfræðiþætti veftímaritsins.
Þessi færsla er númer 1.984 frá upphafi. Í þeim 1.983 sem áður komu höfðu 131.961 orð verið rituð og settir 3.243 hlekkir í færslurnar. Það gefur mér að ég hef:
* ..bloggað 19 sinnum að meðaltali á viku..
* ..bloggað 2,7 sinnum að meðaltali á dag..
* ..drepið sjö með blogginu mínu, sært 1.242 manns og þriggja er enn saknað..
* ..skrifað að meðaltali 66,55 orð í hverri færslu..
* ..skrifað um 40,69 orð í kringum hvern hlekk..
* ..sett um 1,64 hlekki í hverja færslu..
..í þau næstum tvö ár sem ég hef verið með þessa helvítis síðu.
Geri aðrir betur og það strax, svo ég geti hætt þessari vitleysu.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.