mánudagur, 6. september 2004

Þá er komið að nýjum lið á veftímaritinu við rætur hugans. Sá liður felur í sér að kenna Reykvíkingum að haga sér í siðuðu samfélagi.

1. Kennslustund: að þakka fyrir sig.
Nokkrar óskráðar reglur eru í samskiptum siðaðs fólks og ein þeirra er að þakka fyrir sig. Þegar fólk gerir eitthvað fyrir þig er fátt eðlilegra en að þakka fyrir sig, jafnvel þó um sé að ræða afgreiðslumanneskju sem fær greitt fyrir. Þökkunin þarf ekki að vera innihaldsmikil eða löng, oftast nægir að segja bara "takk" þó að "þakka þér fyrir" og ýmislegt í þeim dúr dugi líka.
Tökum (sannsögulegt) dæmi:
Ungur piltur að nafni Finnur.tk opnar fyrir þig útidyrnar að skóla þar sem þú ert læst(ur) úti. Við þessar aðstæður væri tilvalið að henda einu "takk"i til þessa glæsilega pilts en ekki strunsa inn og láta sem hann hafi ekki komið þér til bjargar, eins og í raun gerðist.

Annað dæmi, í þetta sinn sýnidæmi:
Afgreiðsludama réttir þér afgang eftir að þú hefur verslað í Hagkaup með orðunum "gjörðu svo vel". Hvað á að gera?

Rétt svar: Þarna væri gott að segja "Takk fyrir" og jafnvel brosa örlítið. En eitt skref í einu. Prófið að þakka fyrir ykkur fyrst. Með tímanum getið þið kannski þjálfað með ykkur bros eða eitthvað sambærilegt.


Ég vona að þetta komi að góðum notum og hver veit, kannski að Reykjavík verðið siðuð einn daginn.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.