mánudagur, 20. september 2004

Í Háskóla Reykjavíkur eru þrjár brautir sem eru þess virði að taka eftir. Þær eru lögfræðideild, viðskiptafræðideild og tölvunarfræðideild. Þessar brautir eru ótrúlega ólíkar, ekki bara hvað nám varðar heldur einnig hávaða, þeas frá vinahópum í hverri deild. Margur hefur hlegið í opið geðið á mér þegar ég segi frá þessum gífurlega mun en ekki lengur. Ég hef nú, með aðstoð sænskra vísindamanna, sannað mál mitt svo ekki verður um villst. Tölvunarfræðideildin er langháværust og lögfræðingarnir lágværastir en þetta snýst við um helgar en þá er Tölvunarfræðideildin sofandi á meðan lögfræðingar drekka frá sér menntun vikunnar. Viðskiptafræðingar eru svo þarna einhversstaðar mitt á milli. Fyrir neðan eru öll gögnin sem notast var við til að fá þessa dramatísku niðurstöðu:





Mælt í hávaðastuðli Finns.tk (hæst 10, lægst 0).
©the swedish scientist association

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.