sunnudagur, 26. september 2004

Hver er munurinn á því að keyra um villtustu grundir Afríku í kringum ljón og önnur villidýr og því að keyra niður Laugarveginn um miðnætti á laugardagskvöldi? Á báðum stöðum er stranglega bannað að styggja villidýrin á einhvern hátt og í báðum tilvikum er eða yrði ég stjarfur af hræðslu. Þannig að munurinn er helst sá að villidýrin á Laugarveginum eru full, hin ekki.

Samt rúntaði ég Laugarveginn í gær með Markúsi mikla meistara. Takk fyrir það Markús.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.