laugardagur, 18. september 2004Aðdráttarafl myndarinnar


Fyrir rúmri viku síðan fór ég í bíó á myndina Garfield the movie. Myndin fjallar um einstaklega illgjarnan kött sem hrekur einhvern hund (á að vera Oddi) af heimilinu og fer svo að leita sjálfur að honum. Í aðalhlutverkum eru Breckin Meyer og Jennifer Love Hewitt og leika þau ágætlega.
Hér eru þó nokkur atriði sem fóru mjög í taugarnar á mér við þessa mynd:

* Grettir er ekkert líkur teiknimyndagretti, hvorki í útliti né hegðan.
* Jon er alls ekki óvinsæll hjá kellingunum eins og er í teiknimyndunum.
* Grettir skiptist á að vera algjör viðbjóður og að vera viðbjóðslega væminn.
* Hundurinn sem á að vera Oddi er ekkert líkur honum. Það sést t.d. ekkert í tunguna á honum.
* Grettir dansar(?!?!?)
* Söguþráðurinn er hannaður fyrir 2-5 ára krakka. Ekki fullorðna, eins og teiknimyndasögurnar.
* Mér stökk varla bros á vör.

Mæli með henni fyrir smákrakka. Fullorðnir: Haldið ykkur fjarri. Hálf stjarna af fjórum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.