Alveg eins og minn pottur, nema minn er með plastskafti og var miklu dýrari.
Í dag varð undirritaður stoltur eigandi potts í fyrsta sinn. Potturinn hýsir einn og hálfan lítra og mun verða notaður til að sjóða núðlur. Hann er framleiddur í Svíþjóð og kostaði litlar 2.439 krónur.
Af því hann var svo ódýr ákvað ég bara að sleppa af mér beislinu og keypti disk, hníf, gaffal og einhverja töng sem ég veit ekki alveg hvernig virkar.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.