fimmtudagur, 2. september 2004

Þá hef ég flutt inn á stúdentagarðana í Skipholti. Eins og svo oft áður hef ég ákveðið að setja upp kosti og galla hérna og ákveða svo hvort hugmyndum um að flytja inn sé þess virði.

Kostir:
Ég leigi einn.
Þægilegt rúm.

Gallar:
Kalt og heitt á krananum er víxlað.
Ekkert ókeypis internet.
Vantar meira skápapláss.
Vantar allt í eldhúsið (sjá pottafærsluna fyrir neðan).
Hávaðasamt um helgar giska ég á.
Skjár 1 næst ekki.
Langt að labba í skólann (miðað við áður).
Langt í næstu strætóstöð (miðað við áður).

Niðurstaða:
Ég leigi einn! Kostirnir yfirgnæfa gallana í mínum augum og því var þetta ein besta ákvörðun sem ég hef nokkurntíman tekið fyrir utan að byrja að spila körfubolta fyrir rúmum 12 árum síðan og auðvitað að byrja að blogga.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.